Loksins loksins loksins loksins!

Jæja nú verður sko aldeilis tekið á því og bloggað!

2.kennslufræðiblogg: Um æfingakennslu í Borgarholtsskóla

Í haust hefur hópur nemenda úr kennslufræðinámi við Háskóla Íslands fengið að njóta fræðslu um framhaldsskólann í Borgarholti. Þetta hafa verið vikulegir fundir með ákveðnu þema eða efni í hvert sinn. Því miður var ég veik fyrsta fundinn og gat ekki komið. Mér skilst þó af bekkjarfélögum mínum að það hafi ekki komið að svo mikilli sök þar sem flest sem þar kom fram hefur einnig komið fram síðar. Sú heimsókn sem er hvað eftirminnilegust er líklega heimsóknin þar sem húsakynni Borgarholtsskóla voru kynnt og við gengum um stóran hluta skólans. Það var mjög gaman að sjá bíliðn- og málmiðnhlutana og ólíkt öllu því framhaldsskólastarfi sem ég hef áður séð eða kynnst. Mér fannst líka mjög gaman að sjá að athygli nemendanna á námi sínu virtist þar í mörgum tilfellum mun meiri en hjá krökkum í bóknámi. Á öðrum fundum var venjan að ræða saman í fundarherberginu um ýmis málefni. Ég verð að viðurkenna að umræðuefnin voru misáhugaverð eins og gengur og gerist og sumt fannst mér ekkert sérlega skemmtilegt. Annað er áhugaverðara, eins og t.d. úrræði fyrir nemendur með námsörðugleika ýmis konar og fleira í þeim dúr. Mér fannst mjög sérstakt að heyra viðhorf Kristjáns Ara til mætingarskyldu nemenda. Ég get ekki verið sammála því að nemandi neyðist til þess að mæta 100% í alla áfanga þó svo að ég skilji þau rök að námið og uppsetning þess eigi að krefjast þess í eðli sínu. Hitt er bara staðreynd að sumir nemendur geta leyft sér að gera eitthvað með skóla, t.d. vinna eða stunda íþróttir eða annað nám og staðið sig samt með eindæmum vel þó að það komi niður á mætingu nemandans. Svona dæmi þekki ég mjög vel af eigin reynslu og finnst því varasamt að alhæfa svona um alla nemendur. Það er svo fjölbreytt nemendaflóra sem stundar nám í framhaldsskólum að einstaka mál hljóta að þurfa eða geta farið aðeins aðrar leiðir eða brugðið út af venjunni. Þetta er bara mín skoðun og kemur í sjálfu sér starfsnáminu ekkert við og líka bara í góðu lagi að vera ósammála.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband