14.1.2008 | 09:39
Janúar og allt að fara af stað aftur eftir jólin...
Ég ákvað, mér til skemmtunar, að skella hér inn einni færslu sem er ekki kennslufræðitengd. Það hefur neflilega komið í ljós að svo virðist sem einhverjir viti af þessari bloggsíðu og kíki hér inn stöku sinnum! Þetta kom mér nú barasta á óvart, ég hélt eiginlega að enginn færi á þessa síðu nema ég sjálf og hugsanlega kennarinn minn sem verður líklega að gera það vegna starfs síns ;)
Ég er löngu byrjuð að vinna á Ísor aftur eftir jólin og skólinn er svona að skríða af stað aftur. Mér finnst alltaf pínulítið erfitt að byrja aftur eftir jólafríið, mig langar bara að vera áfram heima og prjóna, púsla, spila og borða góðan mat!
Athugasemdir
hæ mín kæra:)
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kíkja hérna inn síðan fyrir jól og verð bara að hrósa þér fyrir dugnaðinn síðan þá.
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 17.1.2008 kl. 04:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.