Mér finnst rigningin ekki lengur góð...

Veit einhver hvað er málið með rigninguna? Ég hef fylgst frekar náið með veðri og veðurspá það sem af er hausti vegna þess að ég er alltaf að bíða eftir tveimur þurrum dögum í röð til að geta farið í útivinnu á Reykjanesi og það tækifæri hefur komið einu sinni frá því um miðjan ágúst! Einhverra hluta vegna hefur regngallinn líka verið notaður með hvern einasta dag á hjólinu... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

æjæjæ ég vona að þú komist fljótlega í útivinnuna. Annars var "tornado"viðvörun hérna í gær. Þeir geta víst orðið mjög sterkir en eru mjög sjaldgæfir hérna. Annars þá er alveg sérstaklega tekið fram að það sé vindasamt ef vindurinn fer í 35 km/h sem er nú bara smá gola.

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 19.10.2007 kl. 16:43

2 identicon

nujjnujj, bara komin með blogg, til hamingju með það! Kv. Oddný 

Oddný (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:25

3 identicon

já nákvæmlega, maður kemur alltaf rennandi blautur heim á hjólinu.. ekki það að mér finnst það samt betra en að hjóla í hálkunni. .  En gaman að þú skulir vera farin að blogga, ánægð með þig :)

Hildur Guðný (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband